IMG 8329

Hestafjör 2012 fór fram í reiðhöll Sleipnis nú á sunnudaginn. Hátíðin fór fram í blíðskaparveðri og heppnaðist geysivel í alla staði. Þátttakendur voru yfir 100 talsins og er flest var í höllinni voru þar vel á fjórða hundrað manns.
Að baki liggur gríðarmikið og óeigingjarnt starf, vill Æskulýðsnefnd Sleipnis færa öllum þátttakendum og öðrum þeim sem að verkefninu komu þakkir fyrir ómetanlegan stuðning.

Þeim fyrirtækjum og stofnunum sem styrktu okkur færum við miklar þakkir fyrir.
Sérstakar þakkir fá hjónin í Austurkoti, þau Hugrún og Páll Bragi sem og Fjölnir Þorgeirsson hjá Hestafréttum  fyrir framlag þeirra til hátíðarinnar.

Komnar eru á vefinn nokkrar af þeim myndum sem teknar voru og má sjá þær   hér.

Hestafréttir tóku hátíðina upp á video  og má sjá smá sýnishorn af þeirri vinnu :    Video 1 og 2,         Video 3 og 4  .

Æskulýðsnefnd Sleipnis

Studningsadilar2012