Næstkomandi fimmtudag 1.nóv, kl. 19-21, mun Æskulýðsnefnd Sleipnis halda uppskeruhátíð sína í Félagsheimilinu Hliðskjálf. Þar munum við veita börnum, unglingum og ungmennum sem á námskeiðum voru nú í vor viðurkenningar. Einnig verða afhent merki og prófskírteini þeim er luku knapamerkjum 1, 2 & 3. Reiðkennarar okkar munu afhenda sínum hópum viðurkenningar og prófskírteini. Vetrarstarfið verður kynnt og skráning á námskeið hafin. Stefnt er að því að hefja bóklega kennslu í knapamerkjum í nóvember.
Foreldrar og nemendur eru hvött til að fjölmenna. Boðið veður upp á kaffi, gos og meðlæti í lokin.
Æskulýðsnefnd Sleipnis