FEIF Youth Camp sumarbúðirnar verða haldnar dagana 22. – 29. júlí 2013 í vesturhluta Noregs, milli Álasunds og Moldö. Þetta eru sumarbúðir fyrir hestakrakka á aldrinum 13-17 ára á árinu og markmið þeirra er að kynna krakka frá aðildarlöndum FEIF fyrir (hesta)menningu annara þjóða og að hitta ungt fólk með sama áhugamál.
Það er norska Íslandshestasambandið í samstarfi við þjálfunarstöðvarnar Kjersem og SP og hestamannafélagið á staðnum, Vestnes. Gistingin verður til að mynda í Kjersem.
Það sem krakkarnir munu hafa fyrir stafni í Noregi er til dæmis þetta:

  • ? 2 reiðtúrar á íslenskum hestum í hinum stórfenglegu norsku fjöllum
  • ? Fjallganga upp á eitt fallegasta fjall Noregs með leiðsögumanni sem hefur klifið Mount Everest
  • ? Fræðsla um tamningu hesta
  • ? Dagsheimsókn til heimsmeistarans Stians Pedersen
  • ? Farið í viðarkyntan heitan pott
  • ? Skoðunar- og verslunarferð í Ålesund
  • ? Þjálfað fyrir litla keppni
  • ? Geirangursfjörður heimsóttur en hann er sannarlega fallegur staður og er m.a. á heimsminjaskrá UNESCO
  • ? Grillkvöld og margt fleira!

Umsóknirnar berast á netfangið hilda@landsmot.is fyrir  miðnætti 09.apríl.
Umsóknareyðublað er að finna á vef LH, www.lhhestar.is undir Æskulýðsmál. Einnig hægt að nálgast umsóknina með því að smella hér.
Kostnaður við búðirnar er €550 sem er fæði, uppihald og allar ferðir og afþreying í Noregi. Flug og ferðir til og frá FEIF YC staðnum í Noregi eru ekki innifaldar.
Skrifstofa LH veitir allar nánari upplýsingar í síma 514 4030 eða í gegnum netfangið hilda@landsmot.is.