Helgina 2. og 3. febrúar verður Ólafur Andri reiðkennari með reiðtíma í reiðhöll Sleipnis. Boðið er uppá 1 tíma á laugardag og 1 tíma á sunnudag. Hver tími er 45 mín og ákveður knapinn hvaða atriði hann vill fara í undir leiðsögn. Þessi atriði geta t.d. snúið að ásetu knapans og ábendingum sem skipta gríðarlega miklu máli þegar kemur að svörun hestsins sem um leið bætir hestinn þegar hann fær betri og réttari ábendingar frá knapa sínum. Þannig geta knapi og hestur bætt samspil sitt og átt enn fleiri gæðastundir saman við útreiðar og fleira.

Námskeiðið kostar kr. 18.000 og fer skráning fram á https://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add