Fjórðu skeiðleikar Baldvins og Þorvaldar sumarið 2018 verða haldnir í samstarfi við hestamannafélagið Geysi, samhliða Suðurlandsmóti sem fram fer á Gaddstaðaflötum dagana 24.-26. ágúst. Skráning er í gegnum Sportfeng þar sem velja þarf Geysir sem aðildarfélag og skrá á Suðurlandsmót. Skráningarfrestur er til annars kvöld miðvikudaginn 22.ágúst. Mikilvægt er að skrá innan þess tíma. Skeiðleikarnir fara fram sunnudaginn 26.ágúst. Nú eins og undanfarinn ár er keppt í stigakeppni sem nær yfir allt keppnistímabilið. Til mikils er að vinna í heildarstigakeppninni þar sem hestavöruverslunin Baldvin og Þorvaldur gefa heildarsigurvegurum ársins eftirfarandi verðlaun.
1.sæti 100.000 króna gjafaúttekt í Baldvin og Þorvaldi
2.sæti 50.000 króna gjafaúttekt í Baldvin og Þorvaldi
3.sæti 25.000 króna gjafaúttekt í Baldvin og Þorvaldi
Heildarsigurvegari skeiðleika vinnur einnig farandbikar sem gefinn er af Gunnari Arnarssyni og Kristbjörgu Eyvindsdóttur til minningar um Einar Öder Magnússon
Fundur verður með Landsmótsförum Sleipnis í yngri flokkum kl. 20 í kvöld að Sunnuhvoli
Arna Bjarki
Við ætlum að hefja hið velheppnaða laugardagskaffi næstkomandi laugardag. Við fáum góðan gest, Höllu Eygló, sem ætlar að halda stuttan fyrirlestur um fóðrun hrossa.
Húsið opnar kl. 10 og verður fyrirkomulagið eins og í fyrra, allir koma með smáræði til að setja á borðið og boðið verður uppá kaffi. Hlökkum til að sjá sem flesta.
Fræðslunefndin.
Að neðan eru myndir af reiðvegum sem brotnir voru 8. nóv. 1,5 km í Lútanda niður með Villingaholtsvegi og 1 km upp með Oddgeirshólavegi. Er nú komin góður reiðvegur með Villingaholtsvegi að Þjórsárveri og 1 km upp með Oddgeirshólavegi. Þá er 1 km eftir með malbikinu að Stóru-Reykjum. Í farvatnunu er að leggja áherslu á reiðveg niður með Gaulverjabæjarvegi á næstu árum. Þetta er gert með styrknum frá Flóahreppi.
Reiðveganefnd
{gallery}Reidvegir2017{/gallery}
Landssamband hestamannafélaga stendur fyrir málþingi um úrbætur í reiðvegamálum þann 14. október næstkomandi í Menntaskóla Borgafjarðar í Borgarnesi.Málþingið hefst kl.10:00 á skráningu og morgunverði og lýkur um 15:30-16:00 með samantekt og útbúin áskorun um úrbætur í reiðvegamálum. Léttur hádegismatur verður í boði LH. Nánari dagskrá verður auglýst síðar.
Fulltrúar reiðveganefnda hestamannafélaga eru sérstaklega hvattir til að mæta, en málþingið er öllum opið em hafa áhuga á málaflokknum.
Enginn þátttökukostnaður en tilkynna þarf þátttöku á lh@lhhestar.is fyrir 9.október 2017
Vonumst til að sjá sem flesta