Þann 22. október nk. verður Árshátíð hestamannafélagssins Sleipnis en þetta er annað árið í röð sem hestamannafélagið og Hvítahúsið taka höndum saman og standa fyrir árshátíð og hestamannaballi en í fyrra tóks kvöldið með eindæmum vel. Í ár verður sami háttur á og verður engu til sparað til að gera kvöldið sem glæsilegast. Veislustjórar verða þeir Steindór Guðmundsson og Gísli Guðjónsson, en fram koma meðal annars Sigurjóns frá Skollagróf, Bryndís Ásmundsdóttir mætir á svæðið ásamt vinkonum sínum þeim Tinu Turner og Janis Joplin. Kvöldið endar svo á sérstöku hestamannaballi með hljómsveitinni Albatross með sjálfan Sverrir Bergmann í farabroddi, en þeir slógu í gegn í sumar með þjóðhátíðarlaginu í ár. Forsalan hefst í Baldvin og Þorvaldi þann 11. október og kostar miðinn á árshátíðina og ballið kr. 6.400.- en mánudaginn 10. október verður sérstakt forsölukvöld í Balvin og Þorvaldi þar sem félagsmönnum í Sleipni býðst sérstakur forsöluafsláttur kr. 5.900.- milli kl. 18 - 20 og verður verslunin opin lengur af þeim sökum. Nánari upplýsingar má finna inn á fésbókarsíðu Sleipnis og Hvítahúsins.

HestamannaBall1