Á næstu dögum munu seðlar fyrir árgjaldi 2010 berast til félagsmanna. Að því tilefni birti ég hér nokkrar upplýsingar sem hafa einnig verið uppfærðar hér til hliðar. Á aðalfundi 2010 var samþykkt tillaga um að birta nöfn félagsmanna á heimasíðunni og mun sá listi koma inn á síðuna bráðlega undir heitinu Félagsmenn. 

Félagssvæði Hestamannafélagsins Sleipnis eru lágsveitir Árnessýslu sem einu nafni nefnast Flóinn.
Félagsmenn í Hestamannafélaginu Sleipni í Janúar 2010 voru samtals 385.
Aldursskipting er þessi: 16 ára og yngri: 66, 17 - 67 ára: 295 og 68 ára og eldri 24.

4.gr. í lögum Hestamannafélagsins Sleipnis.
"Félagsmenn geta allir orðið sem áhuga hafa á málum félagsins. Umsókn um inngöngu í félagið skal berast skriflega til stjórnarinnar eða með tölvupósti á netinu, sem metur umsóknina og svarar henni. Úrsögn úr félaginu skal einnig vera skrifleg. Félagsmaður sem skuldar árstillag, missir félagsréttindi sín. Árstillag skal greiða fyrir 31. maí ár hvert."

Sjá lög Hestamannafélagsins Sleipnis frá 1998.

Árgjald
Félagsgjöld fyrir árið 2010:
16 ára og yngri frítt
17 - 20 ára 2500 kr.
21 - 67 ára 5500 kr.
68 ára og eldri frítt.
Hjónagjald 9500 kr.

Umsókn eða úrsögn úr félaginu sendist til Hestamannafélagsins Sleipnis, Box 174, 802 Selfoss eða í tölvupósti til Þórdísar Ólöfu á thordisv@heimsnet.is