Sviðamessa allra tíma í Þingborg.
Nú eru Sleipnismenn að faraá fulla ferð að ljúka byggingu reiðhallarinnar við Brávelli horft er til verkloka og vígslu á Þorra þegar klárar eru komnir á skaflajárn og Karlakór Selfoss hefur þanið barka sína og vilja að allur heimur heyri hvað þeir syngja ljómandi vel. Sleipnismenn hafa það eins og í fyrra þeir starta sjálfboðastarfi sínu með stórbrotinni bjórhátíð og sviðamessu í Þingborg  föstudagskvöldið 12. nóvember n.k.


Því er mikilvægt að allir ballfærir menn konur og karlar á aldrinum sextán til heldri borgara taki fram dansskóna og láti vini sína vita af hátíðinni. Nú éta menn svið á hátíðum sínum og reyndar íslenska lambið upp til agna. Öðruvísi brá 2007 í vitleysunni þegar allt var orðið svo alþjóðlegt og fínt að bambarnir krómhirtirnir og krókódílakjötið frá Afríku flæddi um öll borð. Nú vitum við að lambið ,smjörið okkar og skyrið eru gullin okkar sem við og heimurinn hrífst að. Sleipnismenn vilja gjarnan sjá vini sína úr öðrum sóknum þeir vilja sjá árnesinga rangæinga og skaftfellinga reykvíkinga og allt skemmtilegt fólk á sviðamessunni. Ég var á einni slíkri í Búðardal á dögunum með kvæðamönnum og Geirmundi sjálfum þar var hálf þjóðin fólk allsstaðar að hleigið, sungið og dansað.

Sviðamessan í Þingborg verður hlaðin af skemmtileg-heitum við reyndum að fá Gísla Einarsson sem alla hrífur með þjóðlegum húmor og Mýramannaútliti sínu, hann sagðist koma næsta ár. Þá fórum við að hugsa heim allt fullt að góðum veislustjórum í kippum vildum fara vel með gamla gæðinginn frá því í fyrra hann Þór Vigfússon völdur Hermann Árnason  agnaðan húmorista og hestamann sem hefur sundriðið alla ósa stórfljótanna austur í Hornafjörð. Hann Gísli okkar Stefánsson stórsöngvari kemur og syngur en hann er úr sönghreiðrinu hennar Ellu Arnolds magnað kannski kemur stóra eða litla systir hans með honum báðar orðnar frægar.

Hljómsveitin Dirrindí spilar fyrir dansi, og Árni Johnsen kemur með arnarklóna og gítarinn það verður brekkusöngur þar stenst honum enginn snúning. Margt fleira verður á dagskrá Þetta er sem sé ódýr og góð skemmtun sem fólkið í héraðinu okkar er boðið vel komið á. Kjörin hátíð fyrir fyrirtækin að bjóða sínu fólki á þjóðlega skemmtun. Við spörum eldamennsku heima og borðum úti í góðra vina hópi þetta kvöld. Arðurinn af samkomunni fer beint í að steypa undir áhorfendasvæðið í reiðhöllinni. Þórdís formaður boðar til fundar í kvöld í Hliðskjálf og ræðir við félaga sína í Sleipni um gólfið í höllinni efni og aðferð við að skapa sem bestan skeiðvöll.

Ballið er rétt að byrja Sleipnismenn.
Guðni Ágústsson.
gudni.ag@simnet.is