Hesthúshornið

Æskulýðsnefnd Sleipnis hefur sett af stað námskeið í reiðhöllinni og fyrsta námskeiðinu er lokið. Það var hinn magnaði   reiðkennari og hestamaður Þorvaldur Árni Þorvaldsson sem reið á vaðið og var með námskeið fyrir börn. Nú er fróðlegt að  skoða heimasíðu Sleipnis og sjá allt fjörið sem slíkri höll fylgir.


Reiðhöllin verður ekki síst kennsluhöll sem gefur börnum og unglingum tækifæri til að kynnast hestinum og gerast hestamenn undir leiðsögn meistaranna. Út febrúar verður Sleipnismönnum frjálst á þeim tímum sem ekki er boðuð dagskrá að kynnast aðstöðunni og þjálfa sig og hestinn sinn án endurgjalds. Folaldasýning þeirra Villingaholtshreppsmanna var einnig brautryðjandastarf í höllinni. Sýningin var vel heppnuð þar mætti hundrað manns og tuttugu og þrjú folöld sprettu úr spori á vel heppnaðri sýningu. Bændur í Egilsstaðakoti voru sigursælir og hrepptu flest verðlaun, en að hætti hógværra Flóamanna steig þeim það ekki til höfuðs. Hraungerðisdeild hrossabænda heldur svo sína folaldasýningu í Halakoti á sunnudaginn kemur samkvæmt venju á búgarði Svönu og Einars Öders. Mikið hefði nú verið gaman ef Kristinn minn Helgason bóndi í Halakoti og hestamaður af guðsnáð hefði haft slíka aðstöðu þegar hann tamdi Þingmannsjarp fyrir föður minn og Glæsi sinn, þá hefðu fleiri slíkir hestar orðið til. Ólýginn sagði mér að hrossabúgarðarnir í Ölfusinu væru einir tuttugu en aðeins eitt kúabú í sveitinni þar sem áður var nóg af mysu og mjólk. Tíminn stendur aldrei í stað og má það ekki. Sem betur fer er aðstaðan önnur og betri, hestamenn ekki síður en kúabændur gera kröfur um aðstöðu og þekkingunni fleygir fram. Hilmar Pálsson náði góðum samningi fyrir Sleipnismenn við knattspyrnudeild Selfoss þá Óskar Sigurðsson formann og Sveinbjörn Másson þeir veittu með gleði leyfi fyrir því að áhorfendastúkurnar af gamla vellinum yrðu fluttar inní reiðhöllina í vetur. Er það von mín og trú að fyrir slíkan greiða fái knattspyrnudeildin slíkt borgað í gæfu og gengi. Megi knötturinn dynja í marki andstæðinganna og að á ný náum við uppí meistaradeild. Ennfremur að markaskorarinn mikli Sævar Þór Gíslason komi vel undan vetri og eigi góða spretti en hann rekur ættir sínar til Hurðarbaksmanna sem mestir íþróttamenn eru og flestir góðir hestamenn. Athyglin sem íslenski hesturinn vekur tekur engan enda nú gerðist það að einn vinsælasti tölvuleikur heims sem 60 milljónir manna stunda fær verkefni með hestinum okkar. Notendur leiksins geta keypt íslenska hestinn fyrir sérstakan FarmVille gjaldeyri, geymt hestinn í sýndarhesthúsi og ræktað gæðinga sem þeir geta deilt með öðrum notendum leiksins. Þetta er auðvitað góð athygli og segir til um vinsældir hestsins um víða veröld. Ekki hefði afa og ömmu dottið þetta í hug, hún hefði slegið á lær sér og hann glott við tönn og tekið í nefið. Hvað þá að Snati gamli, íslenski fjárhundurinn, væri orðinn mestur og bestur á hundasýningu í Bandaríkjunum. Hænan, kýrin og sauðkindin vekja ekki minni athygli.

Guðni Ágústsson
gudni.ag@simnet.is

02 Jun, 2020

Skráning í Sleipni

hnappur skrafelagid

Sækja um WF

hnappur WFadgangur

Fréttabréf Sleipnis

hnappur frettabref

Hestaferð 2020

Skrá í sumarferð Sleipnis

Persónuvernd

hnappur personuvernd

Reiðhöll dagatal


Júní
2Jún Þri 8:00 - 18:00 Reiðhöllin lokuð vegna framkvæmda 
4Jún Fim 8:00 - 12:00 Lokuð vegna þrifa 
11Jún Fim 8:00 - 12:00 Lokuð vegna þrifa 

Hliðskjálf dagatal


Júní
6Jún Lau 8:00 - 18:00 Frátekið v Gæðngamót 
11Jún Fim 18:30 - 19:30 Frátekið v. Húsnefnd 
18Jún Fim 7:00 - 23:00 Frátekið v Húsnefnd 

Vellir dagatal


Júní
5Jún Fös 18:00 - 19:00 Hringvellir- Skeiðbraut eru lokuð vegna Gæðingamóts 
11Jún Fim 8:00 - 18:00 Fráteknir v. LH 
18Jún Fim 17:00 - 23:00 Allir reiðvellir Brávalla lokaðir vegna Íslandsmóts barna og ungmenna 

Styrktaraðilar

Innskráning ritstjóraFlettingar á síðu

Users
4
Articles
1780
Articles View Hits
3830701