Hesthúshornið

Sá gamli lætur ekki deigan síga í 25 ár hefur sól Orra frá Þúfu risið hærra og hærra. Í dag er hann kóngurinn með yfirburði yfir alla stóðhesta landsins. Um sextíu hryssur allar alræmdar fegurðardrottningar lögðu leið sína á fund hans á síðasta ári já á ástarfund og höfðinginn skilaði sínu. Hann eignast sextíu afkvæmi í vor og fyrir á hann eitt þúsund syni og dætur. Indriði Ólafsson bóndi í Þúfu í Rangárþingi eystra nú í Ystakoti var ræktandi hestsins. Frægð Indriða og Orra óx hröðum skrefum Indriði hefur um árabil verið einn famsæknasti  hrossabóndi landsins enda er hann hér uppi í horninu með Orra.

Hjá Indriða tók Orri fyrstu sporin og eigandinn með næmt auga vissi frá fyrstu stundu eins og góðum ræktunarmanni sæmir að þar fór óvenju hæfileika ríkur foli og ljúfur í lund.Í Hestablaðinu sem Jens Einarsson skrifar er gerð ítarleg úttekt á sögu Orra þar kemur fram að hestakonan Rúna Einarsdóttir var mikill örlagavaldur lengi býr að fyrstu gerð. Rúna kann að fást við tamningar og er okkar allra fremsta hestakona. Hennar mjúku tök kölluðu fram strax einstaka hæfileika Orra. Til er sérstakt Orrafélag, hlutafélag klárinn var háeffaður og ársfundir eru haldnir eins og í Milljónafélaginu forðum. Félagið veltir peningum eins og gott fjós eða togari, nú er enginn dráttur seldur undir hálfri milljón. Færri komast að en vilja en Orri er eins og allir yfirburða höfðingjar umdeildur meðal hestamanna og um hann hafa í brekkunni líka verið felldir þungir dómar. Allar vildu meyjarnar með Ingólfi ganga var sagt forðum, og enginn sem fær folald undan Orra efast um að hann er með eitthvað merkilegt í höndunum. Magnaðsta hátíð sem fram hefur farið um einn stóðhest fór fram í troðfullri Ölfushöll á dögunum þar mátti sjá mikla sögu og einn allra mesta ættföður og áhrifahest á íslenska hrossarækt fyrr og síðar. Í leiðara Hestablaðsins fjallar Ágúst Sigurðsson um höfðingjann á þessum tímamótum. Ágúst segir „Orri hefur haft geysileg áhrif og skilað feikilegum verðmætum inn í hrossaræktina öllum til hagsbóta. Þannig er nefnilega ræktunarstarfið, framfarir hjá einum ræktanda nýtast öllum þegar upp er staðið. Því er ræktunarstarfið í eðli sínu  samvinnuverkefni þó svo hver brasi fyrir sig, þegar til skemmri tíma er litið. Svo segir hann til hamingju Sveinn frá Sauðárkróki, til hamingju Indriði frá Þúfu, ykkur tókst að efla íslenska hrossastofninn svo um munaði. Hlýir eldarnir loga og við njótum ylsins“. Hinsvegar þótti mér enn magnaðra að lesa umsögn Ágústs um föður Orra sjálfan Otur frá Sauðárkróki í sama leiðara ,,Hann var sannarlega óvenjulegur hestur, eiginlega dulmagnaður og bar  með sér að vera upphafið á einhverju sérstöku“ segir hann. Já hann var upphafið á einhverju sérstöku og nú er Orri orðinn föðurbetrungur einn frægasti íslendingurinn í víðri veröld, jafnvel drengir eru skýrðir í höfuðið á honum. Við þurfum með góðri ræktun að hugsa líka um að halda í fjölbreytileikann. Ágúst óttast að menn hopi frá hestum sem þarf að hafa fyrir, hann telur að viljinn í umræðunni á villigötum. ,,Við megum ekki vera smeyk við fjörviljuga hesta, ólgandi orkubolta“. Þessi orð meistarans geri ég að mínum það eiga ekki allir hestar að vera eins og Orri þótt hann sé fremstur kynbótahesta í Íslandshestaheiminum í dag.

Guðni Ágústsson
gudni.ag@simnet.is

02 Jun, 2020

Skráning í Sleipni

hnappur skrafelagid

Sækja um WF

hnappur WFadgangur

Fréttabréf Sleipnis

hnappur frettabref

Hestaferð 2020

Skrá í sumarferð Sleipnis

Persónuvernd

hnappur personuvernd

Reiðhöll dagatal


Júní
2Jún Þri 8:00 - 18:00 Reiðhöllin lokuð vegna framkvæmda 
4Jún Fim 8:00 - 12:00 Lokuð vegna þrifa 
11Jún Fim 8:00 - 12:00 Lokuð vegna þrifa 

Hliðskjálf dagatal


Júní
6Jún Lau 8:00 - 18:00 Frátekið v Gæðngamót 
11Jún Fim 18:30 - 19:30 Frátekið v. Húsnefnd 
18Jún Fim 7:00 - 23:00 Frátekið v Húsnefnd 

Vellir dagatal


Júní
5Jún Fös 18:00 - 19:00 Hringvellir- Skeiðbraut eru lokuð vegna Gæðingamóts 
11Jún Fim 8:00 - 18:00 Fráteknir v. LH 
18Jún Fim 17:00 - 23:00 Allir reiðvellir Brávalla lokaðir vegna Íslandsmóts barna og ungmenna 

Styrktaraðilar

Innskráning ritstjóraFlettingar á síðu

Users
4
Articles
1780
Articles View Hits
3830422