Keppt verður í tölti í flokkunum; 17 ára og yngri, opinn flokkur og áhugamenn. Einnig verður keppt í skeiði í gegnum höllina.
Væri þetta góð upphitun fyrir Meistaradeildina.
Byrjar keppnin stundvíslega kl. 18:30.
1500kr.- fyrir 17 ára og yngri.
2000kr.- fyrir aðra.
Boðið verður uppá að fá stíu á meðan keppni stendur
og þarf að taka það fram við skráningu.
Skráning verður í Hlíðskjálf eða í síma 858-7121 / 482-2802
mánudagskvöldið 6. apríl milli kl. 20:00 – 22:00.
Hægt verður að greiða skráningargjaldið með símgreiðslu.

Hvetjum alla til að mæta og hafa gaman!
Kveðjur, mótanefnd