Íþróttamót Sleipnis verður haldið helgina 2.-3. maí.
Skráning verður mánudagskvöldið 27. apríl milli klukkan 18:00 – 20:00 í Hlíðskjálf og í síma 858-7121 / 482-2802. Hægt verður að greiða á staðnum, leggja inná félagið eða með símgreiðslu. Gjald þarf þá að vera komið inná reikning félagsins í síðasta lagi þriðjudagskvöldið 28. apríl. Knapar sem ekki hafa greitt fyrir þann tíma missa þátttökurétt.
Skráningargjald er 3000kr fyrir fyrstu skráningu en 2000kr á næstu skráningu/ar. Gjald fer þó hæst í 12000kr á knapa.
Rk. 152-26-100774
Kt. 590583-0309

Keppendur verða að vera skráðir í aðildarfélag LH og hross grunnskráð á WorldFeng.
Á mótinu verða 5 dómarar og verða allar keppnisgreinar ef næg þáttaka fæst. 


Mótið er opið.
Kveðja, mótanefnd Sleipnis, www.sleipnir.is