Já, það eru ekki allir sem komast í þá aðstöðu að sigra sjálfan sig í úrslitum en það má segja að Sigursteinn Sumarliðason hafi gert það í gær, sunnudag, þegar hann átti efsta og þriðja efsta hest inní úslit og valdi svo að ríða þeim sem var í þriðja sæti inn. Siðan gerði hann sér lítið fyrir og reið sig upp í fyrsta sætið, uppfyrir Borða frá Fellskoti sem hann hafði riðið inn í fyrsta sæti í forkeppni en setinn var af Þórði Þorgeirssyni í úrslitum. Þar með má segja að Sigursteinn hafi sigrað sjálfan sig.
Fleiri myndir frá úrslitum munu birtast inná myndaalbúm