Félagsmenn og aðrir velunnarar eru hvattir til að mæta.  Eftir athöfnina verður kaffisamsæti í hliðskjálf þar sem snædd verður terta í boði Guðna bakara.
 Um kvöldið verður svo áfanganum fagnað með Sviðamessu í Þingborg og opnar húsið kl 19.30, en borðhald hefst kl. 20:30. Miðar seldir á staðnum. Á boðstólum verða svið og sviðasulta með rófustöppu og flatkökum.  Drykkir sviðamessunnar verða Skjálfti og Freyja frá Brugghúsi Ölvisholts.
Sviðamessan er öllu fólki opin.

 Dagskrá:
 1 Borðhald
 2 Einsöngur, Hermundur Guðsteinsson
 3 Labbi frumflytur þjóðsöng Sleipnismanna
 4 Fjölbreytt skemmtidagskrá
 5 Hljómsveitin Dirrendí leikur nokkur lög
 6 Labbi og Bassi Labbason leika fyrir dansi
 7 Veislustjóri Þór Vigfússon

Allur ágóði af samkomunni rennur til byggingar reiðhallar og vill sjórnin hér með þakka þeim fjölmörgu sem hafa lagt okkur lið fyrir stuðninginn.
Allir velunnarar reiðhallarinnar eru velkomnir. þann 28. nóvember er stefnt að afmælisfagnaði í tilefni af 80 ára afmæli Sleipnis, nánar auglýst síðar

 Hestamannafélagið Sleipnir.