Kæru Sleipnisfélagar. Þá er nú loksins allt að fara í gang á vefnum okkar. Það er búið að vera lokað fyrir aðgang að vefslóðinni úr minni tölvu í langan tíma en þetta var að komast í lag í þessum skrifuðum orðum. Við Alex vefsíðuhönnuður munum á næstu dögum veita aðgang að skrifum á síðuna þeim formönnum nefnda sem þurfa.
Almennum félagsmönnum er bent á að ef þeir vilja koma einhverju efni á framfæri geta þeir sent mér efni eða viðkomandi formönnum nefnda. Netfangið er gunnjo@simnet.is
Með baráttukveðju
Gunni Jóns.