Eftir að hafa verið í sambandi við sóttvarnalækni og LH hefur komið sú niðurstaða að allir áhorfendur séu bannaðir á Skeiðleikum þann 26. ágúst.
Einnig á þetta við um áhorfendur í bílum og knapar reynum að virða 2 metra reglun.
Við bendum skeiðáhugamönnum og öðrum hestamönnum á að Alendis TV er með beina útsendingu af leikunum sem hefjast stundvíslega klukkan 19:00
Kær kveðja Skeiðfélagið
Síðustu Skeiðleikar Baldvins og Þorvaldar árið 2020
Síðustu skeiðleikar ársins fara fram miðvikudaginn 26.ágúst og hefjast þeir klukkan 19:00. Farið verður eftir reglum LH um sóttvarnir og verður því að þessu sinni fækkað í riðlum í 250 metra og 150 metra skeiði og verða nú tveir hestar í riðli. Þá verður enginn sjoppa á svæðinu og áhorfendur ekki leyfðir í brekkunni.
Dagskrá
19:00 250 metra skeið
19:30 150 metra skeið
20:30 100 metra skeið
Eins og áður í sumar að þá er hægt að tippa á úrslit skeiðleikanna í gegnum Lengjuna og þá eru leikarnir í beinni á AlendisTV
Hestavöruverslunin Baldvin og Þorvaldur gefa alla verðlaunagripi á Skeiðleikum auk þess að veita stigahæsta knapa sumarsins 100.000 króna gjafaúttekt í verslun sinni. Auk þess hlýtur stigahæsti knapi farandbikainn Öderinn sem er gefinn af Gunnari og Kristbjörgu í Auðsholtshjáleigu.
Staða efstu knapa fyrir síðustu leikanna eru svona.
Read more: Síðustu Skeiðleikar ársins_dagskrá_staða og ráslistar
We have 151 guests and no members online