Eins og ljóst er má reiðhöllin nú vera opin með ákveðnum skilyrðum og verður um takmarkaða opnum að ræða að svo stöddu.
Til að hægt sé að bjóða uppá almenna opnun þarf starfsmaður að vera á vakt þann tíma sem er opið, til að gæta að sérstökum sóttvarnarreglum.
Félagið biðlar því til félagsmanna, líkt og þegar hestamót eru, að bjóða sig fram í sjálfboðastarf í 2-4 tíma í senn ákveðna daga, eða á fasta tíma einhverja daga.
Stefnan er að geta boðið uppá almenna opnun seinnipartinn og fram á kvöld, eða á tímabilinu frá kl 16-22 virka daga, sem og eitthvað um helgar. Tímasetning opnunar fer eftir því hvað næst að manna á lausa tíma. Eins og áður hefur komið fram hafa knapar sem valdir hafa verið í Landsliðið sem og þeir sem kepptu í Meistaraflokki á árinu 2020 heimild til að æfa utan opnunartíma.
Hægt verður að sjá opnunartímann fyrir hvern dag inná heimasíðu sleipnis undir "Reiðhöll dagatal" og fer opunin alfarið eftir því hvernig næst að manna vaktir.
Verið er að klára frágang vegna framkvæmda í reiðhöllinni í dag (laugardag), en fyrirhugað er að geta boðið uppá fyrstu opnun í nokkra tíma á morgun sunnudag eftir að framkvæmdum lýkur og svo áfram eitthvað á hverjum degi til 12. janúar n.k. eða þangað nýjar sóttvarnarreglur verða kynntar.
Sóttvarnarreglur heilbrigðisráðherra sem taka gildi fimmtudaginn 10. desember leyfa einstaklingsbundnar æfingar afreksíþróttafólks. Það þýðir að keppendur á efsta stigi, meistaraflokksknapar, hafa heimild til að þjálfa í reiðhöllum. Sem fyrr er skipulagt barna- og unglingastarf í íþróttum einnig heimilt. Hvert hestamannafélag ber ábyrgð á og stýrir umferð um sína reiðhöll og eru knapar á meistaraflokksstigi sem vilja fá aðgang að reiðhöllum beðnir um að hafa samband við sitt félag.
Íþróttahreyfingin hefur verið að vinna að litakóðakerfi fyrir íþróttir og voru bundnar vonir við að slíkt kerfi yrði kynnt með nýrri reglugerð 10. desember. Það hefur hins vegar ekki gengið eftir. Í litakóðakerfinu eru íþróttagreinar flokkaðar með tilliti til áhættu við iðkunina og út frá því ræðst til hversu umfangsmikilla ráðstafana þarf að grípa. Hestaíþróttir eru í flokki lágáhættuíþrótta eins og aðrar snertilausar íþróttir í litakóðakerfinu.
LH hefur sent inn beiðni til heilbrigðisráðuneytisins um að fá reiðhallir opnaðar fyrir almennri notkun og mun halda áfram að vinna í því máli.
We have 96 guests and no members online