Eftir síðasta aðalfund Sleipnis var skipuð Merkja og búninganefnd sem hafði það verkefni að koma með tillögu að hátíðar-félagsbúningi sem og endurhönnun félagsmerkis Sleipnis. Nefndin hefur nú skilað af sér og hefur stjórn félagsins fjallað um framkomnar tillögur. Við birtum niðurstöður af vinnu nefndarinnar á vefsvæði okkar sem og Facebook síðu félagsins og eru félagsmenn hvattir til að kynna sér það sem fram er lagt og má nálgast á eftirfarandi tengli: Félagsbúningur og merki.
Stjórnin