Á vordögum veittu Jötun Vélar og hestamannafélagið Sleipnir Unni Lilju Gísladóttur styrk og var upphæðin kr. 200.000. Styrkur þessi var veittur í nafni Haralds Páls Bjarkasonar eða Halla á Sólheimum eins og hann var kallaður. Haraldur starfaði hjá Jötun Vélum og var meðlimur í hestamannafélaginu Sleipni en hann var bráðkvaddur á heimili sínu 26. janúar 2016. Haraldur hafði mikinn áhuga á hestamennsku og öllu sem tengdist henni og þá sérstaklega þegar fjölskyldan stundaði áhugamálið saman. Halli hafði einnig mikinn áhuga á að sjá unga knapa vaxa og dafna sem hestamenn og lagði hann mikið uppúr því við sína dóttur, Huldu Björk, að hún væri allt vel til höfð og á snyrtilegum hrossum þegar hún byrjaði að keppa. Halli reyndi eftir fremsta megni að aðstoða unga knapa án þess þó að gera hlutina fyrir þá.
Guðmundur Þór Guðjónsson Fjármálastjóri Jötun Véla sem var bæði vinnufélagi og vinur Halla og tjáði okkur að Jötunn vélar hefðu viljað heiðra minningu vinar síns og samstarfsfélaga og í samráði við fjölskyldu Halla og hestamannafélagið Sleipni.
Styrkurinn verður veittur árlega í samræmi við reglur sem hafa verið samþykktar, Verkefninu er ætlað að styrkja við barn, ungling eða ungmenni til þess að þess að það geti stundað hestamennsku og fengið þjálfun sem því hentar.
Í ár var ákveðið að veita ungum knapa í Sleipni tækifæri á að bæta sig og læra meira í hestamennsku sem sýndi mikinn áhuga og stundaði sín hross af eljusemi og natni peningastyrk . Þau settu saman lista með atriðum sem farið var eftir þegar viðkomandi knapi var valinn og ár var Unnur Lilja fyrir valinu.
Stjórnin