Mátun og pöntun á keppnis/félagsjökkum fyrir Sleipnismenn fór fram í Baldvin og Þorvaldi  miðviku og fimmtudaginn sl. (11. og 12. apríl). Aðeins var hægt að panta þessa daga ef tryggja átti afhendingu fyrir landsmót. Greiða þarf 10.000 kr staðfestingargjald við pöntun en áætlað verð á jakka er 35.000. 
Safnað verður áfram í pantanir eftir 12. apríl  en þær pantanir munu ekki berast fyrir landsmót 2018.  Hestamannafélagið Sleipnir mun greiða fyrir merkingu á félags / keppnisjökkum.