Nú í svartasta skammdeginu, rigningu og sudda eru dökkir hestar og dökklæddir reiðmenn svo til ósýnilegir ökumönnum. Hefur nokkrum sinnum legið við slysum í hverfinu af þeim sökum á liðnum vikum. Það er því nauðsynlegt að bera endurskinsmerki, bæði fyrir knapa og hross í ljósaskiptunum eða myrkri sem tryggir að akandi vegfarendur sjái til reiðmanna / hesta. Ef knapi dettur af baki getur hann misst hestinn frá sér og hann stefnt út í umferð með ófyrirársjáanlegum afleiðingum. Þess vegna þarf hesturinn líka að bera endurskin. Þau endurskinsmerki sem talin eru berst fyrir hrossið eru endurskinsborðar sem hafðir eru neðarlega á fótum þess. Endurskin fyrir knapa eru m.a. endurskinsvesti og endurskinsmerki sem fest eru á ístöð, í tagl, stígvél og hjálma.

Stjórnin.

{gallery}Endurskin18{/gallery}{gallery}Endurskin18{/gallery}