Um leið og við óskum ykkur gleðilegs sumars, þökkum við skilning og æðruleysi félagsmanna í vetur í erfiðum aðstæðum. Tillitssemi ykkar í umgengni við hvert annað og samstöðu um að virða tilmæli stjórnvalda hvað varðar fjarlægðatakmarkanir og önnur höft tengd Kórónaveirufaraldrinum er til fyrirmyndar. Við höldum ótrauð áfram inní sumarið og gleðjumst yfir fækkandi tilfellum COVID-19 smita sem vonandi fara að verða þau síðustu. Unnið hefur verið í viðhaldi innan Sleipnishallar og í Hliðskjálf til að nýta tímann sem fer í hömlur á samkomum. Við vonumst til að geta komið saman, þó takmarkað verði, sem fyrst í báðum húsum.
Sumarkveðja frá stórn.
p.s. Afsláttur fyrir félagsmenn hestamannafélaga á Skógarhólum er í boði í sumar, sjá nánar hér.