Í liðinni viku var nokkuð um framkvæmdir á félagssvæðinu. Heflun hófst í hverfinu en er ekki er alveg lokið við það verk. Brávellir voru heflaðir. Í reiðhöllinni reif Siggi í Sunnuhvoli upp gólfið og jafnaði út. Beðið er eftir að fá spæni frá Furuflís sem ekki eru til en koma strax og framleitt hefur verið.
Reiðvegir niður með Gaulverjabæjarvegi og vestur eftir Votmúlavegi voru skafnir ( grjóthreinsaðir) og sá Siggi í Sunnuhvoli um þann verkþátt. Borgarverk keyrði í þá efni úr námunni og Einar Hermundsson í reiðveganefnd jafnaði út og valtaði að lokum. Öllum sem að þessum framkvæmdum komu eru færðar miklar þakkir .
Stjórn Sleipnis.
{gallery}Felagssvaedi2020{/gallery}