Kæru félagsmenn í Sleipni, stjórn félagsins hefur ákveðið að ráðast í stefnumótunarvinnu fyrir Sleipni og leitar eftir ykkar hugmyndum um hvert við eigum að stefna og á hvaða mál við eigum að leggja áherslu á, bæði til skamms og langs tíma litið.

Hér á vefsíðunni hægra megin er hnappur, "Stefnumótun 2020" sem félagsmenn geta smellt á til að senda inn sínar tillögur að áherslum.

Stjórnin mun í framhaldinu vinna stefnumótun félagsins með formönnum nefnda og nýta innsendar tillögur félagsmanna í þá vinnu. Það mun gagnast stjórn félagsins og okkur öllum að hafa slíkan leiðarvísi til að vinna eftir við forgangsröðun verkefna og mikilvægt að fá ykkar innlegg. Stefnt er að því að hefja úrvinnslu eftir miðjan nóvember og verður hægt að senda inn tillögur fram að þeim tíma.

kveðja, stjórnin.