Þar sem ekki er mögulegt að halda löglegan aðalfund Sleipnis vegna samkomutakmarkana hefur stjórn félagsins ákveðið að biða þar til a.m.k. 80 mega koma saman. Undirbúningur fyrir fundinn hefur verið í vinnslu og munum við vera tilbúin með stuttum fyrirvara  þegar nauðsynleg rýmkun samkomutakmarkana verður sett á.

Stjórnin tilkynnir hér með, að aðalfundur mun verða auglýstur á vef og Facebook síðu félagsins auk þess sem sent verður fréttabréf til áskrifenda en hægt er að gerast áskrifandi að rafrænu fréttabréfi Sleipnis með því að fara á vefsíðu félagsins og velja hnapp hér til hægri, "Skráning á póstlista" og klára skráninguna.

Athugið að fyrirvari fundarboðsins gæti orðið skammur eða allt niður í eina viku til að nýta rýmri samkomutakmörkun því hún getur breyst aftur með stuttum fyrirvara.

Þeir sem vilja bjóða sig fram í stjórn eða nefndir eru beðnir að hafa samband í netfangið stjorn@sleipnir.is