Nú er framkvæmdum lokið við þjálfunargerði félagsmanna, athugið að gerðið er ekki ætlað fyrir laus hross. Mikill munur er að vinna í gerðinu og höfum við óskað eftir því að Árborg setji upp ljósastaura við suðurhlið gerðisins í sumar. Þjálfunargerðið er ætlað félagsmönnum Sleipnis eins og önnur mannvirki félagsins, við þökkum Eiði Inga fyrir vel unnin störf.

Njótum og göngum vel um aðstöðuna okkar.

  Screenshot 2021 05 15 at 12.36.20