Nú þegar sumarið lætur sjá sig er gott að koma hrossunum í útiverustund yfir daginn, við erum svo lánsöm að hafa góð græn svæði til umráða hjá okkur hér í Sleipni. Viðrunarhólfin eru ætluð til útiveru hrossa yfir daginn, ekki er leyfilegt að hafa hross í hólfunum yfir nótt.
Þeir félagsmenn sem hafa áhuga á að leigja sér viðrunarhólf er bent á að sækja um á vefsíðu félagsins.
Viðrunarhólfanefnd mun úthluta hólfum fram í miðjan september í ár.
Reglur um viðrunarhólf og notkun þeirra má nálgast hér
Verð fyrir hvert hólf er 10.000kr. frá miðjum júní og fram í miðjan september, hólfin leigjast eitt tímabil í senn. Leigjendur hólfa legga sjálfir til rafstöðvar, batterí/ rafgeymir á eigin kostnað.
Eingöngu skuldlausir félagsmenn fá hólf.
Nauðsynlegt er að fram komi Fullt nafn, kennitala, farsímanúmer og húsnúmer hesthúss, einnig er gott að vita hversu lengi viðkomandi ætlar sér að nýta hólfið og hvar/ef viðkomandi hefur verið með hólf áður.
Hvert hesthús/eining getur sótt um eitt hólf.
ATH! Óheimilt er að setja upp beitarhólf á svæði Sleipnis nema í samráði við Viðrunarhólfanefnd.
Viðrunarhólfanefnd er með netfangið vidrunarholf@sleipnir.is og er hægt að senda fyrirspurnir þangað.
kveðja
Viðrunarhólfanefnd Sleipnis.