Landsmót hestamanna hafa í áranna rás verið borin uppi af óeigingjörnu framlagi sjálfboðaliða úr hestamannafélögum landsins. Sami eldmóður og hugsjón einkenna starfið í dag og í upphafi og margir sjálfboðaliðar gefa vinnu sína ár eftir ár. Gífurlegur undirbúningur liggur að baki þess að skipuleggja Landsmót og til að mæta kröfum nútímans um aðbúnað og skipulag reisum við heilt þorp fyrir allt að 15.000 manns. Þitt framlag er því gríðarlega mikilvægt og skiptir höfuðmáli til að gera umgjörð mótsins sem glæsilegasta.

Sjálfboðavinna á Landsmóti er góður vettvangur fyrir þá sem vilja kynnast öðru áhugafólki um hestamennsku og við vonum að sjálfboðaliðarnir okkar upplifi mótið sem skemmtilega og gagnlega lífsreynslu. Við kunnum sannarlega að meta framlag þitt og vonum að það geri gott Landsmót enn betra. Velkomin til starfa á Landsmóti 2022!

Sjálfboðaliðar sem taka þátt í Landsmóti vinna a.m.k. fjórar vaktir á meðan mótinu stendur. Þeir sem eru áhugasamir geta þó að sjálfsögðu tekið að sér fleiri vaktir því verkefnin eru næg. Hver vakt varir í 5 klukkustundir og er sjálfboðaliðum skipt niður í hópa sem fá síðan úthlutað ákveðið ábyrgðarsvið eða verkefni.

Fyrirkomulag vakta er enn í skipulagningu og verða þeir sjálfboðaliðar sem skrá sig til leiks látnir vita af fyrirkomulaginu um leið og það er ákveðið.

Kröfur til sjálfboðaliða:

  • Að þú hafir brennandi áhuga á verkefninu og takir þátt í því með okkur af jákvæðni og gleði
  • Aldur: 18 ára og eldri
  • Góð enskukunnátta er kostur en ekki skilyrði fyrir íslenskumælandi aðila
  • Þú þarft að gera tekið að þér öll þau mismunandi verkefni sem leiðtogi sjálfboðaliðateymisins setur fyrir.
  • Vinnutarnirnar eru minnst 4x5 klukkustundir. Það þýðir að þú kemur til með að vinna að minnsta kosti 20 klukkustundir á meðan mótinu stendur.
  • Þú munt þurfa að mæta á upplýsingafund þar sem sjálfboðaliðar fá upplýsingar um sitt starf og tímaplan vikunnar.

Leiðtogi sjálfboðaliðateymisins  skipuleggur hvernig vöktum er útdeilt.

Verðlaun fyrir sjálfboðaliðastarf:

  • Ókeypis aðgangur að Landmóti alla vikuna.
  • Ókeypis fæði á meðan vöktum stendur.
  • Varningur merktur Landsmóti 2022.
  • Ef sjálfboðaliði stendur sig vel í starfi getum við gefið meðmæli ef þess er óskað.
  • Sjálfboðaliðar munu fá aðgang að tjaldsvæði nálægt klósettum og í göngufæri frá keppnissvæði. Sjálfboðaliðar þurfa sjálfir að útvega sér tjald og annað sem til þarf til gistingar.

Ef þú vilt verða sjálfboðaliði á Landsmóti 2022 þá sendu tölvupóst á landsmot@landsmot.is eða skráðu þig hér. 

Ef einhverjar spurningar vakna má alltaf senda fyrirspurnir, öllum tölvupóstum er svarað eins fljótt og auðið er.