LH stendur fyrir námskeiði fyrir þuli sem stýra keppni á mótum. Námskeiðið verður haldið í TM-reiðhöllinni í Víðidal sunnudaginn 24. apríl kl. 11-16.
Kennari á námskeiðinu er Sigrún Sigurðardóttir en hún er ein af okkar reyndustu þulum.
Boðið verður upp á tveggja tíma fyrirlestur í veislusal reiðhallarinnar og svo er verkleg kennsla í reiðhöllinni þar sem nemendur fá að stýra knöpum í reið.
Við hvetjum hestamannafélög til að senda fulltrúa úr sínum röðum á námskeiðið og við hvetjum karla jafnt sem konur til að mæta.
Takmarkaður fjöldi, verð kr. 5000.