Kæru félagsmenn Sleipnis,

hægt er að sækja um viðrunarhólf á vefsíðu félagsins (hnappur hægra megin á forsíðunni). Viðrunarhólfum verður úthlutað um miðjan maí en þau má nota frá miðjum maí fram í miðjan september.

Stjórn Sleipnis í samvinnu við Viðrunarhólfanefnd mun fjölga hólfum í ár en þá bætast við hólfin við gamla skeiðvöllinn og hólfin austan reiðhallar sem verður skipt til samræmis við önnur hólf. 

Öll hólf eru merkt númeri og fá leigjendur kost á að halda sínum hólfum á milli ára.
Eingöngu skráðir félagsmenn í Sleipni koma til greina við úthlutun hólfa.

Hér má finna reglur um viðrunarhólf Sleipnis.

kveðja, 

Stjórn Sleipnis.