Þann 7. júní hittust aðilar frá Landform sem vinnur að deiliskipulagi fyrir allt svæði Sleipnis, skipulagsfulltrúi Árborgar og formaður félagsins á Svæðinu.
Gengið var um svæðið og velt upp möguleikum á lausnum varðandi umferð akandi og ríðandi, kerrustæði, byggingar og framtíðarmöguleikar á keppnissvæðinu okkar.
Reiðleiðin kringum svæðið var skoðuð (Byko hringurinn) og rætt um stækkun hans með tengingu við nýju lóðina þar sem fyrirhugað er að hafa upplýsta reiðleið.
Rætt var um aðskilnað milli reiðvegar og lóða við Larsen stræti sem snúa að reiðveginum en þar verður að skerma af bæði sjón og hljóðmengun frá íþróttasvæðinu.
Rætt var um mön eða aðskilnað milli byggingarsvæðis sunnan Sleipnis svæðis til að lágmarka truflun vegna umferðar.
Það verður spennandi að sjá tillögur að deiliskipulagi frá Landform í haust.