Íslandsmótsnefnd Sleipnis sótti um  niðufellingu lágmarka á Íslandsmót 2011 til stjórnar LH.

Stjórn LH fjallaði um málið og komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til að fella niður lágmörk mótsins.

Stjórn LH ítrekar að árangur í hestaíþróttum árið 2010 gildir líka fyrir mótið.

Nefndin ítrekar því að lágmörk fyrir Íslandsmót 2011 á Selfossi standa.

Virðingarfyllst,

Íslandsmótsnefnd Sleipnis.