Íslandsmót fulloriðinna 2011 er nú lokið á Brávöllum. Mótið tókst vel í alla staði, keppnisvellirnir voru eins og þeir gerast bestir og veðrið lék við hvern sinn fingur. En til þess að hægt sé að halda mót sem þetta þarf margar hendur til framkvæmda í öllum undirbúningi og á mótstímanum.
Íslandsmótsnefnd þakkar þeim fjölmörgu sem tóku þátt í undirbúningi og framkvæmd mótsins. Við þökkum knöpum fyrir að komuna og drengilega keppni. Einnig þökkum við öllum þeim fjölmörgu gestum sem komu á Brávelli og nutu frábærrar aðstöðu og gullgóðra hrossa.
Við ykkur öll sem hafið verið með okkur í starfi og leik síðustu vikur segjum eitt stórt TAKK.
Íslandsmótsnefnd Sleipnis.