Í gær var vígð ný brú yfir Hreppamarkaskurðinn. Sleipnisfélagar fjölmenntu ríðandi og komu yrir 80 af Selfossi / Tjarnarbyggð og um 20 frá Eyrarbakka. Klippt var á borða og sáu um þann þátt Ari B.Thorarensen forseti bæjarstjórnar Árborgar og Kjartan Ólafsson formaður Sleipnis. Að því og ræðuhöldum loknum var haldið að Stóra- Aðalbóli og veitingar þegnar hjá Jónasi og Maddý. Reiðveganefnd vill þakka öllum sem að verkefninu komu fyrir þeirra framlag. Skoðið myndirnar.