Föstudaginn langa , 6.04.2012, verður ný brú yfir áveituskurðinn / Hreppamarkarskurðinn vígð.
Brúin tengir saman reiðleiðir úr Tjarnarbyggð niður í hesthúsabyggðina á Eyrarbakka.
Við ætlum að opna brúna með pompti og prakt kl. 15 með því að klippa á borða og ætla Strandamenn að koma ríðandi upp mýrina frá Eyrarbakka. Gaman væri ef félagsmenn gætu fjölmennt á móti Strandamönnum og samglaðst í tilefni þessa mikla áfanga í að tengja reiðleiðir milli hesthúsahverfanna á félagssvæði Sleipnis.
Jónas og Maddý bjóða okkur síðan í hesthúsið að Stóra-Aðalbóli þar sem við munum fá okkur léttar veitingar.
Kveðja,
Reiðveganefnd