Sunnudaginn 29.apríl 2012 kl:14.00 á Brávöllum Selfossi.
Hestamannafélagið Sleipnir verður með kaffisölu í reiðhöll Sleipnis á meðan á sýningunni stendur og hvetjum við alla til að koma og kaupa sér kaffi, kleinur og/eða flatkökur með hangikjöti og styrkja reiðhöllina í leiðinni.

Inni í reiðhöll verða einnig þeir Gári frá Auðsholtshjáleigu, Víðir frá Prestsbakka og Lukku-Láki frá Stóra-Vatnsskarði til sýnis og geta gestir og gangandi virt þessa myndargripi fyrir sér.Í hléi á stóðhestasýningunni verður boðið upp á kennslusýningu með Þorvaldi Árna Þorvaldssyni reiðkennara í reiðhöllinni og verður það örugglega mjög áhugavert og fræðandi fyrir alla.

Við hvetjum alla sem mæta á svæðið að koma inn í reiðhöll og fá sér kaffi og meðlæti um leið og þeir skoða gæðingana sem þar eru.

Stodhestasynin Sleipnis-201