Mánudaginn 14 maí mun Hestamannafélagið Sleipnir standa fyrir hreinsunarátaki á svæði félagsins og hesthúsahverfinu í Árborg.
Gámar hafa verið fengnir og verða þeir komnir á svæðið kl 16:30  og hefst þá vinnan.
Við hvetjum alla hestamenn til að hjálpa okkur við að láta svæðið í heild líta vel út. Það sem eftir er að maímánuði verða nánast sýningar alla daga á Brávöllum sem líkur með vígslu Reiðhallarinnar laugardaginn 26 maí.
Þá minnum við á unglingalandsmát UMFÍ sem verður 3-6 ágúst.
Það er okkur afar mikið kappsmál að svæðið í heild sé snyrtilegt og vel um gengið

Góðar kveðjur, Kjartan Ólafsson form.
Hestamannafélagsins Sleipnis