Mánudaginn 14 maí var hreinsunarátak á svæði félagsins. Sökum óhagstæðs veðurs, þann daginn, höfum við ákveðið að framlengja það átak. Hvetjum alla hesthúseigendur og hestamenn á svæðinu að huga að rusli og úrgangi í og við hesthúsin. Gámurinn sem við fengum á mánudaginn verður á kerrustæðinu fram undir næstu helgi, nýtum okkur hann meðan er.
Við hvetjum alla hestamenn til að hjálpa okkur við að láta svæðið í heild líta vel út. Það er okkur afar mikið kappsmál að svæðið í heild sé snyrtilegt og vel um gengið.

Góðar kveðjur, Kjartan Ólafsson form.
Hestamannafélagsins Sleipnis