Nú styttist í Unglingalandsmótið á Selfossi, en það hefst föstudaginn 3. ágúst nk.
Framkvæmdanefnd landsmóta á Selfossi vantar enn fjölda sjálfboðaliða til starfa við hin ýmsu störf sem þarf að vinna á stórmóti sem þessu. Þeir sem geta starfað í lengri eða skemmri tíma frá föstudeginum 3. águst til mánudagsins 6. ágúst eru beðnir að senda línu á hsk@hsk.is eða gudruntr@umfi.is sem allra fyrst.
Eins er hægt að hafa samband við Guðrúnu Tryggvadóttir verkefnisstjóra í síma 894 4448.