Framundan eru tvö áhugaverð námskeið Munnur hestsins og Hesturinn í góðum haga!
Endurmenntun LbhÍ mun í samstarfi við Matvælastofnun standa fyrir námskeiði á Hvanneyri laugardaginn 23. febrúar er ber nafnið Munnur hestsins.

Mikil umræða hefur verið um undanfarna mánuði um áhrif beislabúnaðar, áverka í munnvikum hrossa og fleira í þeim dúr. Auðvitað er það svo að tamning hesta og notkun til reiðar felur í sér umtalsverðar breytingar á líkamsstarfsemi þeirra. Meðal annars fær munnurinn nýtt hlutverk sem er gjörólíkt því sem honum er ætlað frá náttúrunnar hendi. Dr. Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnum hefur mikla þekkingu á þessu sviði og tekið út stöðuna, m.a. í tengslum við hross í keppni. Þekking á byggingu og virkni munnsins er mikilvæg fyrir samspil manns og hests og til að fyrirbyggja særindi í munni reiðhesta. Á námskeiðinu mun Sigríður, eða Systa eins og hún er kölluð, fara ítarlega í líffræði munnsins í máli og myndum en auk þess sýnikennslu á lifandi hestum. Að lokum verða eiginleikar mismunandi méla skoðaðir og hvernig er hægt að draga úr hættunni á að þau og annar beislisbúnaður skaði hestinn. 

Hámarksfjöldi á námskeiðinu eru 12 þátttakendur. Skráningar fara fram um heimasíðuna www.lbhi.is/namskeid ">http://www.lbhi.is/namskeid>; eða í síma
433 5000 (Ásdís Helga).

Námskeiðið er haldið í samstarfi Endurmenntunar LbhÍ, Landssamband hestamannafélaga og Landgræðslu ríkisins.
Námskeiðið er einkum ætlað hestamönnum, eigendum beitarlands og starfsmönnum sveitarfélaga sem sinna landnýtingarmálum.
Á námskeiðinu fjallar Bjarni Maronsson, Landgræðslu ríkisins, um áhrif hrossabeitar á gróður og jarðveg og mismunandi beitarskipulag fyrir hross.
Einnig verða kynntar aðferðir til að meta beitarástand lands, landlæsi og fjallað um leiðir til úrbóta vegna hrossabeitar.

Staður: Félagsheimili hestamannafélagsins Fáks í Víðidal
Stund: þri. 19. mars kl. 19:45-22:30. Skráningarfrestur miðast við 14. mars.
Verð: 3500 kr (fræðsla, gögn og molasopi).


Skráningar og greiðslur fara fram í gegnum heimasíðuna www.lbhi.is/namskeid<">http://www.lbhi.is/namskeid>;
Skráningarfrestur almennt miðast við viku fyrir dagsett námskeið.