Folaldasýning verður haldinn sunnudaginn 24. febrúar í Sleipnishöllinni á Selfossi á vegum Hrossaræktarfélags Hraungerðishrepps. Eigendur folalda eru beðnir um að vera mættir kl 13:00, en sýningin hefst kl 13:30. Dómarar verða Ársæll Jónsson Eystra-Fróðholti og Ásmundur Þórisson Hvolsvelli, báðir landsfrægir ræktendur.Kaffiveitingar verða seldar á staðnum gegn vægu gjaldi.
Stjórnin.