Þá er það annað vetramót félagsmanna Sleipnis sem verður haldið laugardaginn næstkomandi 2. mars á Brávöllum Selfossi kl.13
Keppt verður á hringvelli í Opnum flokki, Áhugamannaflokki 1, Áhugamannafloki 2 og Ungmennaflokki,
Unglingaflokki, Barnaflokki(aldur 10-13) og Pollaflokki (skipt í tvo hópa s.s.teymt undir og án teymingar)


Skráningargjöld:

  • Frítt fyrir börn og polla
  • 500 kr. fyrir unglinga
  • 1000 kr. fyrir ungmenni
  • 1500 r fyrir fullorðna


Skráning fer fram í dómaraskúr við völlinn kl.11:30 til 12:30.
Skráning í símum: 771-7802 og 845-5034

Mótanefnd.