Opið Páskamót Sleipnis verður haldið miðvikudaginn 27.mars 2013 í Sleipnishöllinni.
Keppt verður í tölti og 2 inná í einu.
Skráning fer fram á vefnum dagana 21-24 mars inná Mótafeng, sjá leiðbeiningar neðar.
Skráningagjöld eru kr. 1.500 í flokki 17 ára og yngri en kr. 2.500 í öllum öðrum flokkum .
Keppt verður í eftirfarandi flokkum:
• 17ára og yngri.
• Áhugamannaflokkur.
• Opinn flokkur.
Mótið hefst kl 18.30.
Styrktaraðilar mótsins eru Proline og Lögmenn Suðurlands.
Mótanefnd
Skráning fer fram á slóðinni http://motafengur.skyrr.is/ þar sem smellt á "Skráning" og valinn flipinn "Mót". Þar er hestamannafélagið Sleipnir valið og keppandi skráður inn í kerfið með því að fylla út umbeðnar upplýsingar, velja þarf mótið auk keppnisflokks og smella á hnappinn "Setja í körfu". Þegar því er lokið er greitt fyrir mótið með því að velja "sundurliðuð vörukarfa" og klára greiðsluferli með korti eða millifærslu. Athugið að senda staðfestingu á greiðslu ef um millifærslu er að ræða á netfangið annasiv@simnet.is, skráning er ekki gild fyrr en greiðsla hefur borist.