Undirskriftalisti til stuðnings tillögu sveitarfélagsins Árborgar um breytingu á aðalskipulagi.
Sveitarfélagið Árborg auglýsir nú tillögu að breytingu á aðalskipulagi Árborgar 2010-2030 um reiðstíg frá hesthúsahverfi á Selfossi í suðvestur að Suðurhólum.
Stjórn Hestamannafélagsins Sleipnis fagnar þessari tillögu sem er nauðsynleg breyting á aðalskipulagi til að tryggja öryggi hestamanna og bæta reiðleiðir út úr hesthúsahverfinu á Selfossi. Að sama skapi hvetur stjórn Sleipnis hestamenn til að taka fullt tillit til allra vegfarenda og sýna aðgát og skynsemi þegar farið er um reiðleiðir hestamanna.
Undirskriftalisti til stuðnings framkvæmdinni liggur í verslun Baldvins og Þorvaldar á Selfossi. Sjá nánar HÉR
Stjórnin