Vegna fjölda áskorana býður Fræðslunefnd Sleipnis aftur upp á einkatíma með einum besta reiðkennara á landinu: Sigurði Sigurðarsyni. Í fyrra komu alls kyns knapar á mismunandi stigum reiðmennsku með hross á öllum stigum þjálfunar. Ekki láta þetta framhjá þér fara ef þig vantar aðstoð með þinn hest!

Kennd verða tvö skipti í hálftíma í senn þann 20. og 21. mars næstkomandi og hefst fyrsti tími kl 17 báða dagana. Skráningargjald er aðeins 13 þúsund krónur.

Skráning og greiðsla námskeiðsgjalds fer fram á http://motafengur.skyrr.is/Skraningkort.aspx?mode=add.aspx  veljið þar flipann " Námskeið ", veljið Sleipnir í flettiglugganum og fyllið út skráningarformið, veljið svo viðburð í neðri flettiglugganum ( Einkatími með Sigga Sig ) og loks þarf að haka hvaða tíma þátttakandi kýst helst. Þá er hægt að velja  "Setja í körfu"  hnappinn neðst í skjámyndinni. Því næst er farið í körfuna til að greiða fyrir námskeiðið og eftir það er skráningu lokið.

Þeir sem sóttu námskeiðið í fyrra voru mjög ánægðir og við væntum þess að námskeiðið í ár verði alls ekki síðra.

kv. Fræðslunefnd

Kristín María Birgisdóttir s 898 2770"