Æskulýðsnefnd hefur samið um heimsóknarskipti við danskan hóp af hestakrökkum. Þau munu koma til okkar í sumar og fara með okkur á Landsmót en sumarið 2015 mun hópurinn sem tekur þátt í verkefninu fara til danmerkur á heimsmeistaramótið í Herning Danmörku. Við munum deila hópnum niður á þau heimili sem taka þátt sem munu því hýsa danskan gest, taka þátt í dagskrá heimsóknarinnar ásamt fjáröflun vegna ferðar til Herning.

Skilyrði fyrir þátttöku er að vera fæddur 1997-2002, að hafa tekið þátt í námskeiðum hjá æskulýðsnefnd Sleipnis og auðvitað að fjölskyldan ætli sér á Landsmótið í sumar
J

kveðja Æskulýðsnefnd