Keppnisnámskeið fyrir börn og unglinga.
Æskulýðsnefnd mun standa fyrir keppnisnámskeiði fyrir börn og unglinga sem hafa áhuga á að keppa á hestum sínum. Fyrirhugað er að námskeiðið hefjist strax eftir páska og verður í formi einstaklingstíma.

Kennari verður Hugrún Jóhannsdóttir og kennt verður í 30 mínútur í senn. Hægt verður að fá 2-4 reiðtíma eftir áhuga og þörf hvers og eins og munu tíma- og dagsetningar verða ákveðnar í samráði við Hugrúnu. Vinsamlegast sendið skráningar með upplýsingum um nafn þátttakanda og nafn og gsm nr. foreldris/forráðamanns á netfangið: hronnbjarna@hotmail.com

Ef nánari upplýsinga er óskað endilega hafið samband við Hugrúnu reiðkennara GSM 897-7755 eða Hrönn í Æskulýðsnefnd , GSM 867-9304 eða hronnbjarna@hotmail.com

Keppnisnámseiðin hefjast þann 18. apríl nk.


VORNÁMSKEIÐ

Vornámskeið Æskulýðsnefndar munu hefjast strax að Hestafjöri loknu eða í fyrstu viku maí. Kennt verður í 4 skipti, ýmist úti eða inni í Reiðhöll (fer eftir aldri og getu þátttakenda). Áhugasamir eru beðnir um að skrá börn sín fyrir 28. apríl á netfangið hronnbjarna@hotmail.com og skrá eftirfarandi upplýsingar um þátttakandann: nafn og fæðingarár barns, nafn, gsm nr og netfang foreldris/forráðamanns.

Vronámskeiðin hefjast 2.maí nk.

Með góðri kveðju frá Æskulýðsnefnd Sleipnis