Kynbótasýningar eru nú í fullum gangi á Brávöllum og má segja að veðrið leiki við okkur. Þær hófust á mánudaginn og er stíf dagskrá frá morgni til kvölds. Sigurjón Haraldsson er mættur á svæðið upp úr sjö á morgnana til að valta, vökva og sjá um að allt sé klárt þegar byrjað er. Æskulýðsnefnd er með kaffihorn í Reiðhöllinni og sér dómurum og öðrum fyrir heitu kaffi, þar stendur Guðlaug Bára vaktina.
Hér að neðan eru nokkra myndir, teknar nú eftir hádegið.