Knapi ársins er 2022 Glódís Rún Sigurðardóttir Íslandsmeistari í tölti ungmenna á Drumbi frá Víðivöllum fremri og í fimmgangi ungmenna á Heimi frá Flugumýri II. Glódís var í öðru sæti á LM á Drumbi og í fimmta sæti í eintaklingskeppni MD. Lið Glódísar í MD ungmenna vann keppnina auk þess varð hún önnur í A flokki á Heimi frá Flugumýri II á Gæðingamóti Sleipnis.

Íþróttaknapi Sleipnis 2022 er Ragnhildur Haraldsdóttir sem fór í B úrslit í tölti og A úrslit ía fjórgangi á Úlfi frá Mosfellsbæ og náði einnig í B úrslit í fimmgangi á Ísdís frá Árdal. Á LM fór hún í B úrslit í tölti og A úrslit í  fjórgangi á Úlfi. 

Gæðingaknapi ársins 2022 Helgi Þór Guðjónsson vann B-flokks skjöld Sleipnis á Gæðingamóti ársins með einkunnina 9,01 og 9,00 á Landsmótinu á hesti sínum Þresti frá Kolsholti.

Efsti hestur A-flokks og skjaldarhafi 2022 er Ramóna frá Hólshúsum með einkunnina 8,62 í úrslitum. Eigandi og knapi í forkeppni, Vera Schneiderchen. Knapi í úrslitum var Valdís Björk Guðmundsdóttir

Efsti hestur B-flokks og skjaldarhafi 2022 Þröstur frá Kolsholti með einkunnina 9.01 á gæðingamóti Slepnis. Eigandi og knapi er Helgi Guðjónsson.

Ræktunarbikar Sleipnis 2022. Hlýtur Karl Áki Sigurðsson fyrir Viðar frá Skör sem hlaut 8,89 fyrir sköpulag og 9,12 fyrir hæfileika og sló heimsmet.

Æskulýðsbikar Sleipnis 2022 hlýtur Glódís Rún Sigurðardóttir fyrir góðan árangur í skeiði, íþrótta og gæðingakeppni.

Skeiðgreinar 2022:
Skeið 100 m:  Glódís Rún Sigurðardóttir Blikka frá Þóroddsstöðum á tímanum 7,66 
Skeið 150 m:  Glódís Rún Sigurðardóttir Blikka frá Þóroddsstöðum á tímanum 14,29
Skeið 250 m:  Sigursteinn Sumarliðason Krókus frá Dalbæ  á tímanum 21,82 

Félagi ársins 2022 er Eyþór Björnsson hefur séð um velli félagsins og er alltaf boðinn og búinn að hjálpa þegar verkefni liggja fyrir hjá félaginu.