Fyrst ber að nefna Aðalfund félagsins sem haldinn var í Hliðskjálf 12.febrúar s.l og var mjög góð mæting á hann og áttu sér stað líflegar umræður um framtíð félagsins en greinilegt er að stjórn félagsins hefur haft í nógu að snúast síðasta tímabil og staðið sig með prýði.
Sleipnir á fyrirliggjandi loforð frá Sjávar og Landbúnaðarráðuneytinu um kr.25 milljóna framlag til byggingar reiðskemmu sem greiðist þegar húsið yrði fokhelt og samþykkti fundurinn að fela stjórn að leita leiða til að byggja og reka reiðskemmu á svæði félagsins þannig að þetta framlag myndi nýtast Sleipni en slík bygging myndi vera mikil lyftistöng fyrir félagsmenn og æskulýðsstarf í félaginu sem og bæjarfélagið í heild sinni.
Mjög brýnt mál er að reiðleiðir á svæði félagsins verði bættar með tilliti til öryggis reiðmanna á svæðinu en eins og staðan er í dag eru aðstæður til útreiða mjög erfiðar og hættulegar og þá ekki síst þegar litið er til barna og unglinga sem stunda útreiðar á svæðinu.
Íþróttamaður Sleipnis árið 2008 var kjörinn Arnar Bjarki Sigurðsson en átti hann frábært ár í hestamennskunni og marga titla að baki m.a Íslandsmeistara og Norðurlandameistaratitla.
Æskulýðsnefnd félagsins er mjög virk og er byrjað 10 tíma reiðnámskeið í Votmúla fyrir börn, unglinga og ungmenni og er kennari Elsa Magnúsdóttir.
Einnig var haldið járningar og hófhirðu námskeið á vegum nefndarinnar þar sem járningarmeistarinn Sigurður Torfi var fyrirlesari.
Fimmtudaginn 5.mars mun verða kynning í versluninni Baldvin og Þorvaldur fyrir yngri kynslóðina þar sem söðlasmiðir munu kynna mismunandi gerðir hnakka og reiðtygja fyrir hestinn og eru foreldrar velkomnir með börnum sínum.
Mótanefnd stóð fyrir 1.vetrarmóti félagsins af þremur þann 14.febrúar í frábæru veðri á velli félagsins að Brávöllum. Mikil þátttaka var á mótinu og það vel heppnað.
Úrslit urðu eftirfarandi;
Barnaflokkur;
1. Páll Jökull Þorsteinsson á Hátign frá Ragnheiðarstöðum2. Sólveig Ágústsdóttir á Dáð frá Meiri-Tungu 3
3. Kolbrún Björk Ágústsdóttir á Perlu frá Meiri-Tungu 3
Unglingaflokkur;
1. Ragna Helgadóttir á Bleik frá Kjarri2. Arnar Bjarki Sigurðsson á Menningu frá Sauðárkróki
3. Sigríður Óladóttir á Sendingu frá Litlu sandvík
4. Sigurbjörg Eva Sigurðardóttir á Móaling frá Kolsholti
5. Ragnheiður Hallgrímsdóttir á Dívu frá Spónsgerði
6. Díana Kristín Sigmarsdóttir á Fífil frá Hávarðakoti
7. Alexandra Arnarsdóttir á Ými frá Bakka
8. Viktor Elís Magnússon á Gleði frá Hlíð
9. Marín Laufey Davíðsdóttir á Sprengju frá Breiðabliki
Ungmennaflokkur;
1. Bjarni Sveinsson á Gullrauð frá Litlu-Sandvík
2. Bára Bryndís Kristjánsdóttir á Eskil frá Lindabæ
3. Guðbjörn Tryggvason á Seif frá Syðra-Velli
4. Davíð Bragason á Lukkudís frá Vatnsholti
5. Skúli Steinsson á Léttfeta frá Eyrarbakka
6. Guðjón Sigurliði Sigurðsson á Sýni frá Hallgeirseyjarhjáleigu
Áhugamannaflokkur;
1. Jóhanna Haraldsdóttir á Sval frá Hábæ
2. Kristinn Elís Loftsson á Pegasus frá Geirmundarstöðum
3. Eggert Helgason á Röskvu frá Lynghól
4. Þorsteinn Ómarsson á Sölva frá Lynghaga
5. Jessika Dalgren á Líndal frá Eyrarbakka
6. Már Ólafsson á Hildi frá Dalbæ
7. Ólafur Jósepsson á Hvin frá Syðri-Gegnishólum
8. Hjalti Viktorsson á Styrk frá Miðsitju
9. Kim Anderssen á Vála frá Skíðbakka
10. Ólafur Ólafsson á Fönix frá Ragnheiðarstöðum
Opinn flokkur;
1. Hrafnkell Guðnason á Glóð frá Syðra-Velli
2. Rúnar Guðlaugsson á Krafti frá Strönd
3. Haukur Baldvinsson á Eitli frá Leysingjastöðum
4. Hannes Ottesen á Þór frá Dísarstöðum
5. Halldór Vilhjálmsson á Fasa frá Melstað
6. Brynjar Jón Stefánsson á Tjáningu frá Miklaholti
7. Steinn Skúlason á Rauð frá Eyrarbakka
8. Hallgrímur Birkisson á Rut frá Hjallanesi
9. Helgi Þór Guðjónsson á Hegra frá Glæsibæ
10. Steindór Guðmundsson á Spretti frá Hveragerði
Þann 21.febrúar var Þorrareið Sleipnis og tókst hún með ágætum en riðið var í Nýja Bæ þar sem vel var tekið á móti fólki og hestum og var um 200 manns ríðandi. Þorramatur var svo snæddur í Hliðskjálf.